Allt á fleygiferði í hokkíheiminum!!

modano_chelios_480x285Það má með sanni segja að allt sé á fleygiferð í hokkíheiminum um þessar mundir.  Úrslitakeppnin í NHL er á fullri siglingu þar sem Pittsburg Penguins og Philadelphia Flyers, Dallas Stars og Detriot Red Wings keppast um að ná sæti aðal-úrslitakeppninni.  Sá sem er fyrstu að vinna 4 leiki hreppir sæti í úrslitakeppninni, svo einfalt er það.  Staðan í einvígunum er að Pittsburg er yfir 2 - 0 og Detroit er 2 - 0 yfir Dallas.

Í heimsmeistarakeppninni, sem haldin er í heimkynum íshokkís Kanada, eru það að venju hinar 5 stóru sem fara mikinn.  Kanada, Bandaríkinn, Svíþjóð,Finnland og Rússland hafa oftar en ekki farið létt í gegnum mót sem þessi svona þangað til að þeir lenda á móti einhverjum af hinum liðiunum fjórum.
Það er nokkuð úrslit sem vekja þó óneytanlega athygli þegar skoðaður er árangur stórveldis einsog Rússa.  Þeir hafa unnið alla sýna leiki en oft verið ansi tæðir, t.d á móti landi einsog Danmörk þar sem þeir ná að sigra með einungis 3 stiga mun, sem verður að teljast ansi lítill munur ef tekið er tillit til sögu beggja þessara þjóða í íshokkí.  Rússar hafa verið að vinna flesta sína leiki með einu marki t.d á móti Hvítrússum, og Svíum.  Óneytanlega hefur gengi Rússa eitthvað batnað þegar Alexander "The Great" Ovetchkin kom beint úr úrslitakeppninni í NHL í Heimsmeistaramótið.

Það verður gaman að sjá hvaða þjóðir það verða sem koma til með að keppa um gullið þetta árið, en án efa verða einhver af þessum 5 stóru sem taka það hlutverk að sér.

Þær þjóðir sem voru í fallbaráttunni voru Frakkaland, Ítalía, Slóvenía og Slóvakía og voru það Ítalir og Slóvenar sem féllu niður í 1.deild og spila þar að ári.

Hægt er að fylgjast með NHL úrslitakeppninni á www.nhl.com 

Hægt er að fylgjast með HM á iihf.com 

HP 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband