Nú fer að styttast í ballið

P1000725

Maður finnur að eftirvænting liggur í loftinu hjá Kanadamönnum nú þegar eru fáeinar klukkustundir í að þeir spila undaúrslitaleikinn við Svía. Kanadamenn eru fyrirfram álitnir sigurstranglegra liðið og ekki skemmir fyrir að þeir eru á heimavelli. Í gærkvöld hitti ég fyrir Hakan Södergren en hann er leikjahæsti landsliðsmaður Svía  frá upphafi. Hann vinnur reyndar orðið hjá norska sambandinu núna en er einnig þulur hjá sænska sjónvarpinu í úrslitunum. Hakan sagði að leikurinn yrði mjög erfiður Svíum en þeir væru að sjálfsögðu staðráðnir í að gera sitt besta. Þeir hefðu æft mjög vel fyrir mótið og væru með best skipulagða liðið. Svo er bara að sjá hvernig Rick Nash og félögum tekst að eiga við þá.

Í hinum leiknum leika Rússar og Finnar. Flestir spá rússum sigri en margir minna samt á að finnar hafa oft verið rússum skeinuhættir og vert er að minnast síðastu undanúrslita HM. Þar gerðu finnar sér lítið fyrir og lögðu rússa á heimavelli þeirra í Moskvu með gullmarki í framlengingu. Það er nefnilega eitt og annað hægt í íshokki.

Myndin er tekin yfir Quebec borg seint í gærkvöld.

HH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband