HM - Kanada - Milliriðlar

34dd315aa2Ennþá halda ein og ein óvænt úrslit að líta dagsins ljós á HM í Kanada. Segja má að frændur okkar norðmenn séu að koma þjóða mest á óvart því þeir bættu öðrum sigri í sarpinn með því að leggja Þjóðverja að velli með þremur mörkum gegn tveimur. Því miður er ekki hægt að segja sömu sögu af vinum okkar Svíum sem töpuðu gegn Sviss en Svíarnir náðu aðeins að skora tvö mörk gegn fjórum mörkum Svisslendinganna. En ef við byrjum á botninum, þar koma vandræði Slóvaka mest á óvart en þeir mæta Slóvenum í keppninni um hvort liðið fellur. Hinar þjóðirnar sem mætast Frakkar og Ítalir og sú þjóð sem er á undan að vinna tvo leiki heldur sæti sínu í efstu deild.

Í milliriðlunum eru einu ósigruðu liðin Sviss og heimamenn frá Kanada sem þessa stundina dvelja í toppsæti síns riðils. Rússar og Finnar verma svo sæti númer tvö en athygli vekur að USA og Svíar eru í fjórða sæti síns riðils. Á undan þeim eru lið Noregs, sem eins og ég minntist á áður hefur komið mikið á óvart og lið Tékka en það kemur nú ekki jafn mikið á óvart.

Enn er hinsvegar nóg af stigum í pottinum og stundum vill það nú verða þannig að stóru þjóðirnar stíga upp þegar á þarf að halda og klára sína leiki.

Við sjáum hvað setur en í dag leika Svíar við Dani og að sjálfsögðu ætla Svíar sér sigur. Í hinum leiknum taka Kanadamenn á móti spútnikliði Noregs eða kanski bara Davíð á móti Golíat. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband