Færsluflokkur: Íþróttir
Í gærkvöld áttust við Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalnum. Akureyringar höfðu vinninginn þetta skiptið og réðust úrslitin ekki fyrr en á loka mínútum leiksins. Gauti Þormóðsson kom SR-ingum fyrir strax þegar 32 sekúndur voru liðnar af leiknum. Gunnar Darri jafnaði leikinn fyrir SA áður en lotan leið. Gauti bætti um betur í annari lotu, Stefán Hrafnsson jafnaði svo aftur. Í þriðju lot var allt í járnum en það voru síðan Stefán Hrafnsson og Sigmundur Sveinsson sem insigluðu sigur SA-manna.
Næsti leikur verður 13.október en þá mætast Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Bjarnarins í Laugardalnum.
Íþróttir | 4.10.2009 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 3.6.2008 | 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pittsburgh náði með mikilli baráttu og elju að vinna fyrsta leik sinn í útslitakeppninni um Stanley Bikarinn þar síðustu nótt. Í kvöld hafa þeir möguleika á að jafna leikinn ef þeir ná að sigra hið feyknar góða lið Detroit Redwing. Hokkí-spekingar víða halda því fram Pittsburgh eigi eftir að sýna sitt rétta andlit í þessari úrslitakeppni og þeir í Detroit eigi allavega einn gír eftir.
Leikurinn byrjar kl.00:00 í kvöld og hægt er að sjá hann á NASN á Skjánum.
Íþróttir | 30.5.2008 | 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 25.5.2008 | 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar íþróttalið keppa í stórum keppnum, t.d heimsmeistarakeppni, þá er eitthvað til sem heitir 1, 2 og 3.sæti...... það er ekkert slíkt í bikarkeppnum og þar er Stanley Bikarkeppnin engin undantekning. Nicklas Lidstrom hefur tækifæri á það verða fyrsti Evrópu-borni-fyrirliðinn í sögu NHL til að vinna Stanley Bikarinn og þar með setja sig á spjöld sögunar. Það er án efa mikil eftirvænting fyrir þennan fyrsta leik Stanley Bikarsins, sem er næsta laugardagskvöld, þar sem aldur og reynsla (leikmenn Detroit) keppa við hraða og tækni (leikmenn Pittsburgh). Það verður án efa stórkemmtilegt að horfa á Nicklas Lidstrom, Henrik Zetterberg og Pavel Datsyuk í Detroit taka á þeim Sidney Crosby, Evgeni Malkin og Dairan Hossa í Pittsburgh.
Laugardagskvöldið er því þétt bókað fram á rauða nótt.... fyrst er það Eurovision og síðan beint í Stanley Cup Finals...
HP
Íþróttir | 23.5.2008 | 20:50 (breytt 25.5.2008 kl. 16:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gærkvöldi tryggði Detriot Redwings sér sæti í úrslitum í NHL. Áður hafði Pittsburgh Penguins sér sæti með stórsigri á Philadelphia Flyers 6 - 0 á sunnudag. Á sama tíma voru Rússar að tryggja sér heimsmeistaratitillinn í íshokkí þegar þeir lögðu Kandanamenn í æsispennandi leik sem var framlengdur eftir að Rússar náðu að jafna á ævintýralegan hátt í síðustu lotunni og ná síðan að skora sigurmarkið í framlengingu. Verður sá sigur að teljast ansi sætur þar sem Rússar voru slegnir út í fyrra af Finnum í undanúrslitum og þá á heimavelli í Moskvu og þótti algjört hneyksli að þeir skuli hafa tapað í undanúrslitum með stjörnuprýtt lið.
En Rússarnir í Pittsburgh Penguins og Detriot Redwings eru bara með einn bikar í huganum núna og er það elsti bikar í atvinnuíþróttum, Stanley Bikarinn (Hægt er að lesa um hér -> http://www.nhl.com/cup/cup.html) og verður án efa barist til síðata blóðdropa í þessari úrslitarimmu þar sem liðsmenn beggja liða ætla sér ekki að gefa tommu eftir.
Fyrsti leikurinn í þessari úrslita-rimmu, sem getur minnst farið í 4 leikir og mest í 7 leiki, er á laugardaginn 24.maí og verða án efa flestir áhugamenn um íshokkí verða límdir við skjáinn á þeim degi.
Íþróttir | 20.5.2008 | 19:24 (breytt kl. 19:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er það ljóst að Kanadamenn mæta Rússum í úrslita leik HM á morgun. Það má segja að þessi leikur sem fram fer á morgun sé tímamótaleikur þar sem Rússar og Kanadamenn hafa ALDREI mæst í úrslitaleik á HM áður. En það skal tekið fram að fyrrverandi Sovíetríkinn og Kanadamenn mættust í úrslitaleik HM árði 1989, fyrir tæpum 20 árum !! Það er því skylda fyrir alla íshokkíáhugamenn nær og fjær að fylgjast með þessum tímamóta leik.
Í kvöld takst líka á Detroit Redwings og Dallas Stars. Detroit eru yfir í einvíginu 3-1 og verður það að teljast heppni hjá Dallas að hafa unnið síðustu viðureign þeirra þar sem Redwings hafa nánast yfirspilað Dallas í fyrri þremu leikjunum, en "þetta er ekki búið fyrr en það er búið" sagði einhver.
Annaðkvöld takst svo á Pittsburg Penguins og Philadelphia Flyers og staðan er nánast eins þar eða Pittsburg er með 3 vinninga á móti einum hjá Flyers. Sidney Crosby og félagar í Pittsburg þrufa sigra annaðkvöld til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Það verður því mikið um hokkí næstu daga þannig að það er um að gera að gíra sig til, gera klárt og planta sér fyrir framan sjónvarpið og njóta þessar hokkíveislu sem er framundan.
HP
Íþróttir | 17.5.2008 | 13:45 (breytt kl. 13:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður finnur að eftirvænting liggur í loftinu hjá Kanadamönnum nú þegar eru fáeinar klukkustundir í að þeir spila undaúrslitaleikinn við Svía. Kanadamenn eru fyrirfram álitnir sigurstranglegra liðið og ekki skemmir fyrir að þeir eru á heimavelli. Í gærkvöld hitti ég fyrir Hakan Södergren en hann er leikjahæsti landsliðsmaður Svía frá upphafi. Hann vinnur reyndar orðið hjá norska sambandinu núna en er einnig þulur hjá sænska sjónvarpinu í úrslitunum. Hakan sagði að leikurinn yrði mjög erfiður Svíum en þeir væru að sjálfsögðu staðráðnir í að gera sitt besta. Þeir hefðu æft mjög vel fyrir mótið og væru með best skipulagða liðið. Svo er bara að sjá hvernig Rick Nash og félögum tekst að eiga við þá.
Í hinum leiknum leika Rússar og Finnar. Flestir spá rússum sigri en margir minna samt á að finnar hafa oft verið rússum skeinuhættir og vert er að minnast síðastu undanúrslita HM. Þar gerðu finnar sér lítið fyrir og lögðu rússa á heimavelli þeirra í Moskvu með gullmarki í framlengingu. Það er nefnilega eitt og annað hægt í íshokki.
Myndin er tekin yfir Quebec borg seint í gærkvöld.
HH
Íþróttir | 16.5.2008 | 13:26 (breytt kl. 13:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er það nokkuð klárt að fjórar af þeim 5 stóru spila í úrslita á HM í íshokkí á morgun. Rússar keppa við Finna og Svíar keppa við Kandamann. Þá má segja að þetta sé nokkuð klassísk undanúrslit en þessar þjóðir hafa mæst æði oft undanfarin ár í þessari keppni og ekki er ólíklegt að úrslitaleikurinn verði síðan á milli Rússa og Kanadamanna. Finnar og Svíar munu svo eflaust keppa um bronsið. Þó að á góðum degi geta Finnar látið finna vel fyrir sér og unnið Rússa, þá verður það að teljast ólíklegt að þeir geri það nú þar sem Rússar eru með fantagott lið þetta árið skipað ungum og upprennandi stjörum úr atvinnudeildum beggja vegna atlantsála. Finnar hafa hinsvegar lið sem er einnig stjöruprýtt, ögn eldri mönnum, og bera að varast að vanmeta lið Finna þar sem þeir hafa átt það til að koma verulega á óvart þegar það er komið í svona leiki einsog undanúrslit og síðan úrslitin sjálf. Það verður gaman að sjá hvernig þessir leikir spilast og verða þeir sýndir á Rúv um helgina og er það skyldu áhorf fyrir íshokkíáhugamenn.
HP
Íþróttir | 15.5.2008 | 19:14 (breytt kl. 19:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það má með sanni segja að allt sé á fleygiferð í hokkíheiminum um þessar mundir. Úrslitakeppnin í NHL er á fullri siglingu þar sem Pittsburg Penguins og Philadelphia Flyers, Dallas Stars og Detriot Red Wings keppast um að ná sæti aðal-úrslitakeppninni. Sá sem er fyrstu að vinna 4 leiki hreppir sæti í úrslitakeppninni, svo einfalt er það. Staðan í einvígunum er að Pittsburg er yfir 2 - 0 og Detroit er 2 - 0 yfir Dallas.
Í heimsmeistarakeppninni, sem haldin er í heimkynum íshokkís Kanada, eru það að venju hinar 5 stóru sem fara mikinn. Kanada, Bandaríkinn, Svíþjóð,Finnland og Rússland hafa oftar en ekki farið létt í gegnum mót sem þessi svona þangað til að þeir lenda á móti einhverjum af hinum liðiunum fjórum.
Það er nokkuð úrslit sem vekja þó óneytanlega athygli þegar skoðaður er árangur stórveldis einsog Rússa. Þeir hafa unnið alla sýna leiki en oft verið ansi tæðir, t.d á móti landi einsog Danmörk þar sem þeir ná að sigra með einungis 3 stiga mun, sem verður að teljast ansi lítill munur ef tekið er tillit til sögu beggja þessara þjóða í íshokkí. Rússar hafa verið að vinna flesta sína leiki með einu marki t.d á móti Hvítrússum, og Svíum. Óneytanlega hefur gengi Rússa eitthvað batnað þegar Alexander "The Great" Ovetchkin kom beint úr úrslitakeppninni í NHL í Heimsmeistaramótið.
Það verður gaman að sjá hvaða þjóðir það verða sem koma til með að keppa um gullið þetta árið, en án efa verða einhver af þessum 5 stóru sem taka það hlutverk að sér.
Þær þjóðir sem voru í fallbaráttunni voru Frakkaland, Ítalía, Slóvenía og Slóvakía og voru það Ítalir og Slóvenar sem féllu niður í 1.deild og spila þar að ári.
Hægt er að fylgjast með NHL úrslitakeppninni á www.nhl.com
Hægt er að fylgjast með HM á iihf.com
HP
Íþróttir | 12.5.2008 | 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)