Í dag, sunnudag kl.15:00, verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV leikur Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar. Til að auðvelda þeim sem horfa á leikinn að skilja hvað fram fer hef ég sett saman grein um helstu reglur í leiknum.
Íshokkí í mannlegu máli
Íþróttin í stuttuÍshokkí er ein sú hraðasta, harðasta og erfiðasta hópíþrótt sem finnst í heimi. Því þurfa reglur að vera skýrar því að það er ekki allt leyfilegt þó að margir halda það. Í íshokkí er leikurinn oft stoppaður og vill það rugla marga, þá sem eru að horfa á leikinn í fyrsta skipti, afhverju að er verið að stoppa leikinn. Oftast er verið að flauta á Rangstöðu eða á Ísingu. Þegar um Rangstöðu eða Ísingu er að ræða þá lyftir annar hvort línumaðurinn, yfirleitt sá sem er nær rangstöðunni, upp hendinni til merkis um Rangstöðu og flautar síðan til að dæma Rangstöðuna eða Ísinguna. Við Rangstöðu eða Ísingu fylgja engar refsingar.LiðinnÍ íshokkí keppa tvö lið sem innihalda geta allt að 22 leikmenn, að markmönnum meðtöldum, þjálfara og aðstoðarfólk samtals 25 manns í hvoru liði. Í hvoru liði fyrir sig er einn fyrirliði, merktur með bókstafnum "C", og tveir aðstoðarfyrirliðar, merktir með bókstafnum "A", og hafa þeir einir leyfi til að ræða við dómarana á ísnum þegar leikurinn er stopp.
Dómarar
Dómarar í íshokkí eru samtals 5 hver með sitt hlutverk. Einn aðaldómari, merktur með tveimur appelsínugulum röndum, tveir línudómarar og tveir markadómarar, sem eru staðsettir fyrir aftan markið utan íss. Aðaldómari er þeirra æðstur og hefur breiðasta valdsviðið. Línumenn gæta Rangstöðu, Ísingar og passa uppá að ekki komi til ryskinga eftir að leikur hefur verið stoppaður svo og sjá um uppköst.
Línur og svæði
Löglegt svell í íshokkí er frá 58m x 28m og allt að 60 x 30 m (lengd x breidd). Svellinu er skipt niður í þrjú svæði sem hægt er að kalla varnar, hlutlaust og sóknarsvæði. Svæðin eru afmörkuð af rauðum og bláum línum, alls 5 talsins. Marklínur hafa hvað einna mest að segja hvað varðar Ísingu, þá þarf pökkurinn að vera sendur eða skotið yfir miðlínu og enda marklínu án þess að nokkur leikmaður snerti pökkinn. Uppkast er tekið í þeim enda sem skotið var frá.Bláu línurnar hafa með mest með rangstöðu að gera þar sem pökkurinn verður að fara yfir bláu línuna á undan leikmanni sóknarliðs inní sóknarsvæðið. Ef leikmaður er rangstæður er tekið uppkast inní hlutlausasvæðinu næst þeim punkti sem rangstaðan var.
Algengir dómar fyrir brot
Algengustu dómar fyrir brot eru svokallaðir Litlu dómar eða 2 mínútu dómar. Þegar leikmaður gerist brotlegur lyftir Aðaldómari upp annari hendinni til merkis um það að það sé komin dómur. Dómarinn heldur uppi hendinni og flautar um leið og lið þess sem braut af sér nær valdi á pekkinum eða leikurinn stöðvast vegna Rangstöðu, Ísingar eða Frystingar. Lið þess brotlega spilar manni færri á meðan refsi tímanum stendur. Algengustu brotinn eru Krækja (hooking), Fella (trippging), Kylfusláttur (slasing) og Hindrun (Interference). Öll þessi brot hafa sama mínútufjölda í refsingu eða 2 mínútur. Til eru fleiri brot sem hafa með sér 2 mínútu refsingar en þetta voru þau brot sem eru hvað algengust. Stærri dómar eru dæmrir við grófari brotum 10 mínútu aukadómar við 2 mínútur og t.d slagsmál og aðrar tilraunir til líkamsmeiðinga, eru eru það 5 + 20 mínútu dómar og hafa í för með sér brottvísun úr leik og í sumum tilfellum leikbönn að auki. Eru þeir dómar þó sjaldgæfir.
Mörk og stoðsendingar
Þegar mark er skorað fær það lið sem skorar eitt stig. Þeir sem áttu aðild að markinu, sá sem skoraði og þeir sem áttu síðustu tvær stoðsendingar, eru skráðir fyrir markinu. Fá þeir allir þrír skráð á sig 1 stig. Þau stig teljast ekki fram í enda leiks til viðbótar heldur eru svona nokkurskonar "track-record" fyrir viðkomandi leikmenn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.