HM í íshokkí: Undanúrslitin á morgun !!

6338fc1f4fÞá er það nokkuð klárt að fjórar af þeim 5 stóru spila í úrslita á HM í íshokkí á morgun. Rússar keppa við Finna og Svíar keppa við Kandamann.  Þá má segja að þetta sé nokkuð klassísk undanúrslit en þessar þjóðir hafa mæst æði oft undanfarin ár í þessari keppni og ekki er ólíklegt að úrslitaleikurinn verði síðan á milli Rússa og Kanadamanna.  Finnar og Svíar munu svo eflaust keppa um bronsið.  Þó að á góðum degi geta Finnar látið finna vel fyrir sér og unnið Rússa, þá verður það að teljast ólíklegt að þeir geri það nú þar sem Rússar eru með fantagott lið þetta árið skipað ungum og upprennandi stjörum úr atvinnudeildum beggja vegna atlantsála.  Finnar hafa hinsvegar lið sem er einnig stjöruprýtt, ögn eldri mönnum, og bera að varast að vanmeta lið Finna þar sem þeir hafa átt það til að koma verulega á óvart þegar það er komið í svona leiki einsog undanúrslit og síðan úrslitin sjálf.  Það verður gaman að sjá hvernig þessir leikir spilast og verða þeir sýndir á Rúv um helgina og er það skyldu áhorf fyrir íshokkíáhugamenn.

HP 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband