Í gærkvöldi tryggði Detriot Redwings sér sæti í úrslitum í NHL. Áður hafði Pittsburgh Penguins sér sæti með stórsigri á Philadelphia Flyers 6 - 0 á sunnudag. Á sama tíma voru Rússar að tryggja sér heimsmeistaratitillinn í íshokkí þegar þeir lögðu Kandanamenn í æsispennandi leik sem var framlengdur eftir að Rússar náðu að jafna á ævintýralegan hátt í síðustu lotunni og ná síðan að skora sigurmarkið í framlengingu. Verður sá sigur að teljast ansi sætur þar sem Rússar voru slegnir út í fyrra af Finnum í undanúrslitum og þá á heimavelli í Moskvu og þótti algjört hneyksli að þeir skuli hafa tapað í undanúrslitum með stjörnuprýtt lið.
En Rússarnir í Pittsburgh Penguins og Detriot Redwings eru bara með einn bikar í huganum núna og er það elsti bikar í atvinnuíþróttum, Stanley Bikarinn (Hægt er að lesa um hér -> http://www.nhl.com/cup/cup.html) og verður án efa barist til síðata blóðdropa í þessari úrslitarimmu þar sem liðsmenn beggja liða ætla sér ekki að gefa tommu eftir.
Fyrsti leikurinn í þessari úrslita-rimmu, sem getur minnst farið í 4 leikir og mest í 7 leiki, er á laugardaginn 24.maí og verða án efa flestir áhugamenn um íshokkí verða límdir við skjáinn á þeim degi.
Flokkur: Íþróttir | 20.5.2008 | 19:24 (breytt kl. 19:30) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.