Núna í þessum skrifuðu orðum er verið að syngja bandarískaþjóðsönginn í Detroit þar sem Detroit Redwings taka á móti Dallas Stars. Fyrirfram eru hokkíspekúlantar búnir að spá verulega í spilinn og eru búnir að komast að þeirri niðurstöðu að leikirnir þurfa að ákvarðast af öðru en markmönnunum þar sem þeir eru í fanta stuði þessa daganna. Margar vangaveltur hafa verið um fyrirliða Dallas Stars, Brendan Morrow, sé starfisínu vaxinn og náði að leiða lið sitt til sigurs í þessari úrslitakeppni. Kunnáttumenn í íshokkí með fulltingi tölfræðisnillinga í NHL hafa sýnt fram á að Brendan hafi tekið þátt í flest öllum mörkum hjá Dallas í þessari úrslita-rimmu sem núna er í gangi. Einnig hefur hann Mike Modano, aðstoðar fyrirliði, gert mikið fyrir liðið... svo ekki sér minnst á Marty Turco, markmann Dallas, sem hefur farið mikinn í þessari rimmu.
Detroit hefur úr afskaplega reynslumiklu liði úr að moða t.d þann aldna leikmann Chris Chelios sem er búin að spila 255 úrslitaleiki í NHL um ævina, svona til gamans þá eru mest 16 úrslitaleikir í NHL á hverju ári og það mundi þýða að hefði hann spilað til úrslita á hverju ári... þá hefði hann gert það í rúmlega 15 ár.
Fleiri leikmenn í Detroit koma til greina hvað varðar árangurk einsog svíin Holmström og Kronwall sem eru búnir að gera góða hluti svo og Johann Frantsen sem hefur komið hvað mest á óvart....
Staðinn er strax orðin 1 - 0 fyrir Detroit og ætla ég að setja punkt hér við og horfa á leikinn....
HP
Athugasemdir
Ekki gleyma Niclas Lidström sem er sennilega einn besti leikmaður NHL deildarinnar og toppmaður hjá Detroit. Hann var meiddur á tímabili í vetur og leikur Detroit gjörsamlega hrundi niður á meðan.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.5.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.