Íþróttir | 8.5.2008 | 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ennþá halda ein og ein óvænt úrslit að líta dagsins ljós á HM í Kanada. Segja má að frændur okkar norðmenn séu að koma þjóða mest á óvart því þeir bættu öðrum sigri í sarpinn með því að leggja Þjóðverja að velli með þremur mörkum gegn tveimur. Því miður er ekki hægt að segja sömu sögu af vinum okkar Svíum sem töpuðu gegn Sviss en Svíarnir náðu aðeins að skora tvö mörk gegn fjórum mörkum Svisslendinganna. En ef við byrjum á botninum, þar koma vandræði Slóvaka mest á óvart en þeir mæta Slóvenum í keppninni um hvort liðið fellur. Hinar þjóðirnar sem mætast Frakkar og Ítalir og sú þjóð sem er á undan að vinna tvo leiki heldur sæti sínu í efstu deild.
Í milliriðlunum eru einu ósigruðu liðin Sviss og heimamenn frá Kanada sem þessa stundina dvelja í toppsæti síns riðils. Rússar og Finnar verma svo sæti númer tvö en athygli vekur að USA og Svíar eru í fjórða sæti síns riðils. Á undan þeim eru lið Noregs, sem eins og ég minntist á áður hefur komið mikið á óvart og lið Tékka en það kemur nú ekki jafn mikið á óvart.
Enn er hinsvegar nóg af stigum í pottinum og stundum vill það nú verða þannig að stóru þjóðirnar stíga upp þegar á þarf að halda og klára sína leiki.
Við sjáum hvað setur en í dag leika Svíar við Dani og að sjálfsögðu ætla Svíar sér sigur. Í hinum leiknum taka Kanadamenn á móti spútnikliði Noregs eða kanski bara Davíð á móti Golíat.
Íþróttir | 8.5.2008 | 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í framhaldi af komu "Útvaldra 95" til Íslands var tveimur ungum og efnilegum íshokkíleikmönnum landsins fæddum 1994 boðið að fara til Finnlands og Svíþjóðar að leika með "Útvöldum 94".
Það voru þeir félagar Steindór Ingason úr Birninum og Björn Róbert Siguðarson úr Skautafélagi Reykjavíkur sem lögðu upp frá landinu að morgni 20. apríl sl. Ferðinn var heitið til Helsinki í Finnalandi. Flogið var í byrjun á Kaupmannahöfn en þar sem bið var eftir áframhaldandi flugi skelltu þeir sér með ættingjum í Tívolí á meðan beðið var.
Í Finnlandi hittu þeir fyrir félaga sína úr Howe Elite 94 og þjálfara liðsins Travis Howe, en liðið er kennt við afa hans Gordie Howe sem er einn af lifandi goðsögnum í íshokkíheimnum í dag. Í Finnlandi æfðu þeir og léku tvo leiki gegn sterkustu félagsliðum Finnlands. Töpuðust þeir leikir báðir enda kannski engin furða þar sem leikmenn voru að hittast og spila saman í fyrsta skipti. Að kveldi þriðja dags í Helskinki var lagt af stað til Stokkhólms með næturferju og var það ferðalag mikið ævintýri í glæsiskipi. Þar tóku við æfingar í höfuðborg Svía og undirbúningur fyrir mót. Í mótinu spiluðu úrvalslið skipuð amerískum og kanadískum leikmönnum, auk sænksra úrvalsliða og liðs frá Lettlandi, leikmönnum fæddum árið 1994.
Allir spiluðu á móti öllum en síðan var play off meðal efstu liða. Gengi liðs strákana, Howe Elite, var misjafnt enda varð liðiðir nokkrum skakkaföllum, þar sem nokkrir leikmenn helltust úr lestinni vegna meiðsla, m.a. annar markvörðurinn. Þá meiddist Björn Róbert í fyrsta leik, brákaði rifbein og sat upp í stúku næstu tvo leiki. Í fjórða leik reyndi hann aftur að spila, tókst að skora fyrsta mark liðsins eftir aðeins 44 sekúndur. stuttu seinna varð hann þó að hætta leik vegna meiðslana og lék ekki meir. Steindór hins vegar lék alla leikina og stóð sig frábærlega. Strákarnir voru sjálfum sér og íslensku hokkíi til mikils sóma í ferðinni jafnt utan vallar sem innan. Þjálfari liðsins var mjög ánægður með þá og þegar haft er í huga sá aðstöðu munur sem er til æfinga og leikja í íshokkí hér á landi og erlendis í þeim löndum þar sem íshokkí er meðal vinsælustu íþróttagreina landana (Svíþjóð, Finnland, Bandaríkin, Kanada), þá er frammistaða strákanna beggja frábær. Að standast þeim bestu snúning í sínum aldursflokki er nokkuð sem þeir geta verið virkilega stoltir af.
Til að gera langa sögu stutta þá tapaði lið strákana í play-offi fyrir liði sem fór alla leið í úrslitaleikinn, sem þeir að vísu töpuðu. Enn jafnt og skemmitlegt mót og ótrúleg upplifun fyrir Steindór og Björn Róbert og ómetanleg reynsla fyrir þá að spila erlendis með frábærum spilurum.
Strákarnir vilja enn og aftur koma á framfæri sérstökum þökkum til Sergei Zak þjálfara, en fyrir milligöngu hans komust strákarnir í þessa ferð, ferð sem mun aldrei líða þeim úr minni.
Íþróttir | 8.5.2008 | 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 7.5.2008 | 11:01 (breytt kl. 11:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 4.5.2008 | 23:24 (breytt kl. 23:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 4.5.2008 | 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 4.5.2008 | 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður víst að viðurkennast að HANN er í smá uppáhaldi hérna hjá mér. Hér klárar HANN fyrsta leikinn í seríunni hjá Philadelphia og Washington en staðan í því einvígi er nú 1 -1.
Íþróttir | 14.4.2008 | 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú fer að styttast í að Útvaldir ´95 hefjist í Egilshöllinni. Um er að ræða hóp stráka fædda 1995 og fyrr sem koma til Íslands bæði frá Bandaríkjunm og Kanada en einnig koma leikmenn frá Finnlandi og Svíþjóð. Sem dæmi má nefna að strákar frá Ontario og Quebec mæta og í sænska og finnska hópnum má sjá leikmenn frá Jokerit og Vaxjö Lakers en þau lið eru stórlið í sinu heimalandi. Byrjað verður á morgun laugardag og haldið áfram til mánudags en á þessum þremur dögum munu liðin æfa á morgnana og leika á kvöldin. Á þriðjudaginn mun úrval íslenskra leikmanna bætast í hópinn og þá verður haldið mót með þáttöku allra liðanna. Heimsókn þessi er hvalreki fyrir unga íshokkíleikmenn á Íslandi sem gefst þarna kjörið tækifæri á að fylgjast með æfingum jafnaldra sinna frá löndum þar sem íshokkí er í hávegum haft og ekki síður að fá að etja kappi við þá.
Þegar keppni hér á landi er lokið munu gestirnir halda til Stokkhólms þar sem áfram verður haldið við æfingar og keppni. Veg og vanda af þessu mótahaldi hér á landi hefur haft Sergei Zak sem lengi hefur leikið og þjálfað hjá Birninum. Vonandi er þetta aðens byrjunin að því sem koma skal því heimsókn einsog þessi vekur áhuga á sportinu okkar og er það vel.
Íþróttir | 11.4.2008 | 13:40 (breytt 14.4.2008 kl. 11:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fjórða flokki a-drengja milli Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn og því allt undir Leikurinn fer fra í
Egilshöll og hefst klukkan 19.00. Þetta er ellefti leikur liðanna á
tímabilinu en að loknum tíu leikjum hafa bæði liðin 14 stig og því er
hér um hreinan úrslitaleik að ræða. Ég sá seinasta leik sem fram fór í
Laugardalnum nú í vikunni og þar var um jafnan og spennandi leik að
ræða allt fram á lokamínútuna. Það er því ástæða til að hvetja
aðstandendur og aðra áhugamenn um hokkí til að mæta upp í Egilshöll í
kvöld og berja augum leikmenn þessara liða því þeir verðskulda það svo
sannarlega.
Íþróttir | 10.4.2008 | 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)