Frægðarför kvennanna.

Einsog alþjóð veit vann íslenska kvennaliðið 4. deildina á heimsmeistaramótinu í Rúmeníu fyrir stuttu. Rúmenum tókst að gera mótinu góð skil í sjónvarpi. Sjónvarpað var frá leikjum og einnig tekin viðtöl við forráðamenn liðanna að leik loknum. Við fengum þessar myndir sendar en þær sýna m.a. Margréti Ólafsdóttir farastjora íslenska liðsins sem gat aldeilis borið höfuðið hátt eftir þennan óvænta sigur okkar stúlkna.cap002cap008

Á meðan við bíðum....

Á meðan við bíðum eftir því að Ísland leiki sinn næsta leik á HM í Ástralíu þá skellum við inn einu myndskeiði af Youtube.  Það er frá úrslitaleiknum á Olympíuleikunum í Lillihammer 1994 en þar áttust við Svíar og Kanadamenn.

Ísland sigrar Nýja Sjáland 6 - 3

1313 

 

 

 

 

 

 

 

Tekið úr dagbók Íslenska karlalandsliðsins, á vef ÍHÍ, sem statt er í Átralíu.

Rétt í þessu var að ljúka leik Íslands og Nýja Sjálands á fyrsta keppnisdegi hér í Newcastle í Ástralíu.  Þessi lið hafa nokkrum sinnum áður mæst og hingað til hefur Ísland alltaf borið sigur úr býtum.  Leikurinn í kvöld var engin undantekning þrátt fyrir að Ný Sjálendingarnir hafa styrkst mikið frá síðustu viðureign.  Leikur íslenska liðsins var með ólíkindum góður, mikil barátta í liðinu, staðfesta í vörninni og frumleiki og kraftur í sókninni.  Leikmennirnir spiluðu sem lið og það skilaði sér í einum besta leik sem íslenska liðið hefur leikið í alþjóðlegri keppni. 
 
Fjöldi áhorfenda var á leiknum og stemningin í höllinni sem skilaði sér til leikmanna.  Þó varð töluverð töf á því að leikurinn hæfist þar sem íshefillinn bilaði og stoppaði inni í ísnum og gríðarlegan tíma tók að finna ráð til að koma honum útaf.  Þess má geta að íshefill er nálægt þremur tonnum á þyngd.  Leikurinn hófst því ekki fyrr en 90 mínútum og seint, og ekki fyrr en fílefldir leikmenn íslenska liðsins fóru inn á ísinn og ýttu ferlíkinu út úr húsinu undir dynjandi lófataki áhorfenda.  Þessi óvenjulega upphitun reyndist hin allra besta.
 
 Það var svo Emil Alengard sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu frá Robin Hedström á 6. mínútu.  Ný Sjálendingar jöfnuðu leikinn með góðu gegnumbroti nokkrum mínútum síðar en Daði Örn Heimisson náði aftur forystunni með jafnvel ennþá betra gegnumbroti á 18. mínútu.  Þannig stóðu leikar eftir 2. lotu. 
 
Jón Gíslason jók forystuna á 2. mínútu 2. lotu með skoti frá bláu línunni í power play eftir sendingu frá Birki Árnasyni.   Jónas Breki Magnússon bætti svo öðru marki eftir langa sendingu frá Ingvari Jónssyni sem fékk pökkinn frá Dennis Hedstöm í markinu.  Næsta mark áttu Ný Sjálendingar en okkar menn voru fljótir að svara með marki frá Steinari Grettissyni með aðstoð Emils Alengards.
Staðan var því orðin vænleg þegar 3. Lota hófst, 5 – 2.  Síðasta lotan var miklu jafnari en hinar en bæði lið skoruðu eitt mark, en það var Stefán Hrafnsson sem skoraði fyrir Ísland eftir sendingu frá Emil.
 
Frábær byrjun hjá liðinu á mótinu og vonandi vísir af því sem koma skal.   Áfram Ísland.


Vinir okkar!

Þrátt fyrir að þetta sé íshokkíblogg þá viljum við nú ekki að vinir okkar í listhlaupinu gleymist! Við skellum því hér inn einu myndbandi úr listhlaupinu.


Karlalandsliðið heldur til Ástralíu

Í morgun fór föngulegur hópur af stað til Newcastle in Ástralíu til að keppa Heimsmeistrakeppin í 2.deild í íshokkí. Þessi ferð er hvorki meira né minna en 26 klst löng og á eflaust eftir að taka sinn toll af leikmönnum og fylgdarliði. En Íslenska landsliðið er vant löngum ferðalögum og hafa farið víða svo sem Suður - Afríku (1999), Mexíkó (2002 og 2005) og fleiri slíka framandi staði. Liðið í ár er skipað mörgum frískum leikmönnum sem eru búnir að gera garðinn frægan bæði hér heima og erlendis, þó aðalega í Danmörku og Svíþjóð. Spennandi verður að sjá hvernid Sveini Björnssyni vegna sem aðalþjálfari liðsins þar sem hann er fyrsti Íslenski karlalandsliðs þjálfarinn sem heldur af stað með lið til keppnis erlendis. Hingað til hafa íslendingar verið til aðstoðar erlendum þjálfurum sem hefa fengið það verkefni að þjálfa landsliðið. Sveinn er flestum ef ekki öllum hnútum kunnugur í íshokkí og hefur verið undanfarin ár aðalþjálfari Skautafélags Akureyrar, þar sem hann er einnig uppalin hokkímaður frá blautu barnsbeini. Með honum til aðstoðar er Richard Eiríkur Tahtinen (hálf íslenskur) og hefur hann verið að þjálfa hjá Malmö Redhawsk undanfarin misseri við góðan orðstír. Leikmannahópurinn er vel ígrunduð blanda af reynsluboltum og ungum og frískum leikmönnum sem eru staðráðnir í að gera góða hluti í Ástralíu. Þeir sem eru áhugasamir um hverjir voru valdir geta farið á vefinn www.ihi.is og fundið það þar. Andstæðingar Íslands í þessu móti verða Nýja Sjáland, Ástralía, Mexíkó,Kína og Spánn. það verður án efa spennandi að fylgjast með þessu móti næstu daga og ætlar sá sem þetta skrifar að skjóta inn hér stuttum fréttum af gangi mála. Þeir sem vilja fylgjast með þessu beint geta farið á þessa slóð en mótið hefst á mánudaginn næsta og þá keppir Ísland við Nýja Sjáland. Væntingar eru settar á að Ísland haldi sér í deildinni og ef vel gengur þá gæti Ísland átt möguleika á verðlaunasæti.

Íshokkí - úrslit

Í þesum skrifuðu orðum stendur yfir fyrsti leikur íslandsmótsins í íshokkí. Á heimasíðu Íshokkísamband Íslands er bein textalýsing á leiknum og kemur þar fram það helsta sem er að gerast. Ef menn vilja fara á beina lýsingu þá er hún hér.

Hinn ótrúlegi Ovechkin

Og fyrst að það eru að koma páskar þá fær hinn ótrúlegi Alex Ovechkin líka pláss hjá okkur hérna enda virðist hann endalaust geta framleitt augnakonfekt fyrir aðdáendur íshokkís.

 


Arto Koivista úr Jokerit

Ég var í Finnlandi um daginn og skellti mér á leik með Jokerit........ég er ekki sá eini því í vikunni frétti ég af öðrum íslending sem skellti sér á leik með þeim.............við skellum upp marki úr leik með þeim en þeir eru eitt af toppliðunum í eftstu deildinni í Finnalndi.


Úrslitin ráðast!

Nú um helgina gætu úrslit í 2. flokki karla ráðist en þá leiða saman hesta sína lið SR og SA í öðrum flokki. Fyrri leikurinn er í kvöld og hefst hann klukkan 20.45 og sá síðari er á sama tíma á morgun en báðir leikirnir eru í Laugardalnum. SA-menn hafa 3ja stiga forskot á á SR-inga sem aftur á móti eiga tvo leiki til góða á þá. Leikirnir í 2. flokki eru oft síst minni skemmtun en leikirnir í meistaraflokki, þ.e. hraðinn er mikill og oft um ágætis spil að ræða hjá liðunum. Það er því góð ástæða fyrir konur jafnt sem kalla að taka sig upp í kvöld og kíkja í Dalinn.

HH   IMG_7478

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband